top of page

Sigga Ózk gefur út gellu bangerinn ,,Sjáðu mig''
,,Boðskapur lagsins er að konur og fólk almennt stígi fram með stolti í öllu sínu veldi og eru óhrædd við að láta sjá sig. Þegar við erum yngri er mjög algengt að við segjum ‘hey mamma, sjáðu mig.. sjáðu mig!!’ En eftir því sem við verðum eldri þá dvínar þetta drif að láta sjá sig þar sem við erum hræddari við að gera mistök eða að líta illa út. Nú er tíminn til að hætta að lifa í skugganum og stíga fram með stolti og segja út í heiminn ,,SJÁÐU MIG'' Segir Sigga Ózk um nýja lagið sitt Hlustaðu á nýja lagið hennar Sjáðu mig á spotify hér:

Platan ný ást sem Sigga Ózk gaf út í fyrra fékk frábæra dóma og verðskuldaða eftirtekt og nú kemur Sigga Ózk með sumarsprengjuna Sjáðu mig. Hér fara saman suðrænir taktar og valdeflandi texti sem fær fólk beint út á dansgólfið.

Ásamt Siggu Ózk sér Baldvin Hlynsson um pródúseringu og hljóðfæraleik. Sigga lætur ljós sitt skína hvert sem hún fer og er ófeimin við að stíga inn í tónlistar og leiklistar heiminn þar sem hún er að gera góða hluti þar einnig og hefur nú verið á fullu í undirbúning og nemendasýningu Söngleikjadeildar Sigurðar Demetz í samstarfi við tónlistarskóla FÍH/MÍT ljóska í gegn sem var frumsýnd í Gamla bíó. Þú getur fylgst með Siggu Ózk á instagram og öllum hennar ævintýrum sem við efumst ekki um að verði ófá á komandi tímum.


0 comments

Comments


bottom of page