top of page

Sara Océan - Zou Bisou Bisou nálgast hálfa milljón í streymi á spotify 🎶

Unnur Sara Eldjárn kemur með nýjan blæ í lagið Zou Bisou Bisou.

Íslenska tónlistarkonan Unnur Sara sem að kallar sig Sara Océan á erlendum markaði vekur athygli fyrir flutning sinn á franskri tónlist og þá sérstaklega ábreiðu af laginu Zou Bisou Bisou upprunalega sungið af Gillian Hills. Sara færir laginu nýtt líf og setur lagið í nútímabúning sem að hlustendur þessa tíma tengjast nú sterkar en áður fyrr og nálgast lagið hennar nú 500.000 streymi með hraða á Spotify og hefur valdið miklum vinsældum í myndandsgerðum meðal samfélagsmiðla sem dæmi má nefna instagram og TikTok. Hlustaðu á lagið hennar á Spotify hér:

Einnig gaf Sara út lagið La Javanaise sem nú nálgast 2.000.000 streymi og er komið inná á yfir 10.000 lagalista á Spotify. ,,Ég byrjaði fyrir slysni mjög ung að hlusta á franska pop tónlist frá 1960 og varð ástfangin af tungumálinu og tónlistinni og var byrjuð að syngja frönsk lög áður en ég skildi orð í frönsku'' Segir Unnur.

Instagram:


0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page