top of page
Writer's pictureRitstjórn

‘’My Bella’’ er í raun bara enn eitt meistaraverkið

NonyKingz er nígerískur söngvari og lagasmiður búsettur á Íslandi síðastliðin 7 ár og færir með sér menningu sína af afrískri tónlist í mörgum afrískum tónlistarstílum eins og Afro-pop, Afro-dancehall og Afro-house. Það má segja að hann sé einstakur tónlistarmaður innan íslenskrar menningar.

,,Ég elska að vera listamaður, ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég geri. Fyrir mér er tónlist eins og köllun sem ég verð að svara.’’ - NonyKingz.


Nýlega gaf NonyKingz út lag sitt sem heitir ''My Bella''. Hrífandi rómantískt lag með góðri stemningu. Lagið fjallar um karlkyns persónu sem játar ást sína og væntumþykju í garð konu.

Sköpun lagsins varð til í höfðinu á honum, segir hann. Nonykingz talar um að lögin hans koma ekki alltaf úr raunverulegum atburðarásum í lífi hans heldur ímynduðum senum sem hann vekur til lífsins. Svo lengi sem það er rétt tónlistar stemning í því.


NonyKingz segir að það að búa og að búa til tónlist á Íslandi geti verið bæði krefjandi en einnig hvetjandi þar sem von hans og markmið er að tengjast fólki hér á landi og um allan heim í gegnum tónlistina og koma fjölbreytileika inn í tónlistarlífið.


''My Bella'' er í raun bara enn eitt af meistaraverkum hans með ómótstæðilegan keim í tónlistar þyrst eyru okkar og við mælum með að kveikja á nýjustu útgáfu hans sem þú getur fundið hér.


Þú getur fylgst með Nonykingz á samfélagsmiðlum hans:

0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page