top of page
Writer's pictureRitstjórn

Þegar MeToo byltingin byrjaði, fór ég að skoða sjálfan mig

„Þegar MeToo byltingin byrjaði, fór ég að skoða sjálfan mig,“ útskýrir Gunnar og bætir því að byltingin sjálf hafi hreyft við mörgum karlmönnum. „Þetta er það góða við MeToo byltinguna, við erum ansi margir sem fórum að gera það,“ heldur ungi tónlistarmaðurinn áfram og bætir því við að sjálfsskoðunin hafi leitt ófáum karlmönnum eigin hlut í neikvæðum aðstæðum fyrir sjónir. „Þó allt of fáir karlmenn hafi viljað tala opinberlega um málið eða hafi viðurkennt sinn hlut. Ég vil vekja athygli á þessu og hvetja fleiri karlmenn til að tala upphátt um þessa hluti.“ Gunnar er einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Major Pink og hefur vakið athygli hér á landi fyrir sinn einstaka tónlistarstíl ásamt sinni djúpu og ljóðrænu nálgun á texta skrif.

Seinustu mánuði hefur verið Gunnar tekið eftir miklu umtali um ofbeldi karlmanna sem hefur leitt til þess að enn fleiri konur stígi fram og segi frá sinni reynslu með það markmið að varpa ljósi á þessi málefni til að stöðva ofbeldisfulla hegðun.


Nú á dögunum gaf Gunnar út lagið sitt Love Me Loud þar sem að hann setur sig í búning þessa manna og fjallar um týpurnar þrjár í gegnum lagið.

Ásamt því að endurspegla sig í sinni fortíð þar sem Gunnar segist hafa sjálfur ekki alltaf vitað sín mörk eða hagað sér á óviðeigandi hátt en segist þó aldrei hafa viljandi sært aðra og sé hann maður með gott hjarta og er því ánægður að sjá fræðsluna sem nú er verið að kenna ungum mönnum og já bara mönnum á öllum aldri um hver mörkin eru, hvað sé í lagi og hvað ekki.


„Með textanum, sem fjallar um þá verstu af mínu kyni, er ég að gera mitt besta til að þroskast og læra að skilja hvað fórnarlömb kynbundins ofbeldis ganga í gegnum,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar, (Major Pink) um nýútkomið lag hans Love Me Loud en textinn fjallar um þrjár erkitýpur karlmanna sem beita konur ofbeldi. Þú getur fylgst með Gunnari á samfélagsmiðlum hans.


0 comments

Comments


bottom of page