top of page

Gott að finna griðarstað hjá þeim sem er auðvelt að elska.

Tónlistarkonan Fanney Kristjáns sem kemur fram undir nafninu Kjass hefur vakið athygli fyrir söng sinn, tónsmíðar og tónlistarmyndbönd síðustu ár. Árið 2016 útskrifaðist hún sem jazzsöngkona frá Tónlistarskóla FÍH en síðan þá hefur hún verið búsett á Akureyri og dugleg að glæða tónlistarsenuna þar lífi. Fanneyju er einnig umhugað um að styðja við aðrar konur og vekja athygli á þeirra framlagi en meðal verkefna hennar er plata með lögum eftir Elísabetu Jónsdóttur tónskáld frá Grenjaðarstað í Aðaldal ásamt heimildarmynd sem segir sögu hennar en Elísabet var ein fyrsta íslenska konan til að fá lög eftir sig birt á prenti á 19. öld. Þessi heimildarmynd verður sýnd á RÚV næsta haust.

Nú á dögunum kom út nýjasta lag Fanneyjar sem verður á hennar annarri sólóplötu. Lagið „Easy” sem fellur á milli jazz og popp fjallar um ástina og hvað það er gott að finna griðarstað hjá þeim sem auðvelt er að elska, þar sem hreinleiki og traust ráða ríkjum. „Þegar ég syng Easy geng ég inn í hjartað mitt þar sem ég upplifi kyrrð og mýkt, þar hvíli ég í fullkomnu öryggi og finn að ég er elskuð alveg eins og ég er. '' Einfaldleikinn í sambandi mínu kærastann minn skapar þann tæra grunn sem lagið byggist á. Það að hjörtu okkar sofi hlið við hlið býr til það örugga, ævintýralega og á sömu stundu yfirvegaða ferðalag sem ástin hefur leitt okkur í. Það er sú tilfinning sem að ég tjái í laginu Easy”.

Kjartan Kjartansson er hljóðhönnuður lagsins og þau Anna Gréta og Mikael Máni gefa laginu enn meiri dýpt með sínu einstaka samspili og hljóðfæraleik. Dúnmjúkur sellóleikur Ásdísar Arnardóttur og bjartur bakraddasöngur vinkvenna Fanneyjar lyftir laginu upp.

Fanney er hluti hóps listamanna sem hafa vinnuaðstöðu í Sigurhæðum á Akureyri, sem var aðsetur Matthíasar Jockumsonar og ýmissar liststarfsemi. Formlegri opnun hússins verður fagnað 6. júní og mun Fanney syngja fyrir gesti „það getur vel verið að ég noti tækifærið og leyfi fólki að heyra nýja lagið” segir Fanney og hlær.

Hægt er að nálgast lagið „Easy” á Spotify hér:

Þú getur þú horft á live upptöku af Fanney flytja lagið Easy hér:


Fanney vinnur nú að plötunni sinni Bleed’n blend sem er væntanleg í ágúst.


Þú getur fylgst með Fanney á samfélagsmiðlum hennar:

0 comments

Comentários


bottom of page