top of page

Karma Brigade gefur út Open Sky

Karma Brigade er ung upprennandi íslensk popp-rokkhljómsveit sem samanstendur af fimm meðlimum. Meðlimirnir spila öll á hljóðfæri, flest fleiri en eitt og eru þau þekkt fyrir stóran hljóðheim og einlægan flutning.


Þann 7. apríl gefur hljómsveitin út nýtt lag af næstu plötu, lagið OPEN SKY sem verður á plötunni These are The Good Old Days. Sú plata á það sameiginlegt með fyrri plötu þeirra States of Mind, að innihalda stóran hljóðheim og vera samin, útsett og mixuð af meðlimum hljómsveitarinnar.



Lagið OPEN SKY fjallar um að hugsa til baka og minnast gömlu góðu tímana. Lagið er fallegt og hugljúft og minnir mann á hvað hvert augnarblik er fallegt og hversu mikilvægt það er að staldra við og njóta hverrar stundar. Hljóðmyndin er einföld, en stór og skapa hljóðgervlar stóran hluta hennar. Það er einlægt og hittir beint í hjartastað.


Hljómsveitin samanstendur af meðlimum með ólíkan bakgrunn sem skilar sér í einstökum, kraftmiklum hljóðheim fullum af röddum og frumlegum lagasmíðum.


Karma Brigade unnu titilinn Hljómsveit fólksins á Músíktilraunum árin 2018 og 2019 og unnu þau nýlega Sykurmolann, lagakeppni hjá útvarpsstöðinni X977. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu, States of Mind árið 2021. Sumarið 2023 kemur næsta plata, platan These are the good old days út. Lögin á henni eru er nýtt upphaf í tónlistarlegum skilningi hljómsveitarinnar. Meðlimir skynja það sterkt að það tímabil sem þau upplifa núna munu þau seinna í lífinu tala um sem: „gömlu góðu dagana“ eða the good old days.


Hljómsveitin hefur ferðast víða, til Danmerkur og Þýskalands og nú nýlega var hljómsveitin að klára mini-túr í New York, þar sem þau spiluðu á þremur stöðum í Manhattan og í Brooklyn.


Karma Brigade hugsar stórt og segir drauminn vera að ferðast og spila tónlistina sína fyrir heiminn, að gefa öðrum innblástur til að láta vaða og lifa í núinu. Söngur er í fyrirrúmi á plötunni en allir hjómsveitarmeðlimir taka þátt í honum.


Þrjú lög sem verða á næstu plötu eru nú þegar komin út. Lögin ALIVE, WAITING MAN og LOOK UP. Fyrsta lagið af komandi plötu, ALIVE kom út þann 4. nóvember sl. ásamt tónlistarmyndbandi sem má sjá hér.

Hljómsveitin tók einnig upp OPEN SKY, live úr stúdíóinu í fyrra og má sjá það hér.


Nafn hljómsveitarinnar stendur fyrir að hún kalli fram gott karma eða eins og segja má á ensku:

Karma Brigade are the bringers of good karma”. Þú getur hlustað á OPEN SKY hér.


0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page