top of page

Kærliksríkir og fallegir tónar Fríðu Hansen.

Fríða Hansen gefur út lagið sitt ,,Dönsum í hríðinni’’ Og fjallar lagið um tvo einstaklinga sem reyna að aðlagast og finna takt í nýjum dansi þegar lítið barn kemur í heiminn.

Lagið sjálft er ofboðslega fallegt og kærleiksríkt og fellur vel með fyrri útgáfum hennar. Fríða syngur lögin sín frá hjartanu og er boðskapur lagsins að njóta stundarinnar og dansa í hríðinni og er því lagið frábærlega góð viðbót í stund hvers og eins sem hlustar.


,,Ferðumst saman, áfram lífið, dönsum í hríðinni. Snjókornin þau falla ofan af himnum, ég sé inn í heiminn þinn. Dansa þar skuggar en ég sé ljósið þitt’’, syngur Fríða með fallegum mjúkum tónum sem skilja eftir sig gæsahúð. Þú getur hlustað á lagið ,,Dönsum í hríðinni’’ hér.


Platan hennar ,,Vaxtaverkir’’ kemur út í heild sinni þann 28 Apríl 2023 og á heimasíðu hennar getur þú nálgast einstaka, handskreytta bolla með setningum úr lögunum af plötunni ,,ferðumst saman, áfram lífið, dönsum í hríðinni” er bolli lagsins ,,Dönsum í hríðinni''

Hægt er að fylgjast með Fríðu á Samfélagsmiðlum hennar hér.

0 comments

Comments


bottom of page