Kjass hleypir okkur inn í sinn fallega og melódíska heim með útgáfunni sinni Bleed’n Blend (Acoustic útgáfa).
Bleed’n Blend er umvefjandi faðmLAG á þeim tímapunkti sem við þurfum mest á því að halda en lagið fjallar um samkennd, stuðning og kærleika.
Alveg sama hversu erfiða hluti við göngum í gegnum er alltaf einhver þarna úti sem skilur okkur og getur stutt okkur í gegnum erfiða tíma sem oft koma í kjölfar áfalla eða ofbeldis. Það mikilvægasta er að loka sig ekki af heldur opna sig fyrir þeim sem hafa tíma og rými til að hlusta og styðja okkur.
Fanney Kristjáns semur og syngur lagið og Daníel Starrason leikur lagið listilega vel á gítar. Saman flytja þau lagið í þessari einföldu útgáfu af Bleed´n Blend en 12.ágúst kemur út platan Bleed´n Blend þar sem má heyra lagið í fullum skrúða ásamt öðru góðgæti.
‘’Það elska allir þetta lag, ég hef flutt það á tónleikum síðan 2015 og síðan er fólkið í kringum mig alltaf að spyrja hvenær ég ætli eiginlega að gefa það út. Ég kynntist Daníel um svipað leyti og það hefur verið grín hjá okkur að þegar þetta lag kemur út þá verðum við svo rík.,, Segir Fanney með glott á vör.
Það kæmi sér reyndar vel þar sem parið á von á litlum erfingja í nóvember.
Silkimjúkir og dáleiðandi tónar í laginu leiða þig í draumaheim þar sem hver sál getur hvílt og endurnært sig.
Hlustaðu á Bleed’n Blend (Acoustic) á spotify hér:
Parið flytur lagið saman í live útgáfu hér:
Fylgstu með Fanney á samfélagsmiðlum hennar og vertu með þeim fyrstu til að fá tilkynningu af útgáfu plötunnar hennar sem kemur öll út þann 12 ágúst:
Fanney heldur nú uppi Karolinafund söfnun fyrir plötuna sína og getur þú styrkt hennar list hér, Fanney treystir á okkur hlustendur hennar til að sýna henni stuðning svo að hún geti haldið áfram að gera það sem hún elskar að gera og veita okkur sína fallegu tóna https://www.karolinafund.com/project/view/3769?fbclid=IwAR0nh0NgkbIrPSCWSoBb5leA94Cc6TaKgRdMMjKMNHIBSwr5QOz0VfGNC1k
Коментарі