top of page

Mest Iconic lög frá 90's áratugnum ''90 Nostalgia''

Guðrún Árný er söngkona, píanóleikari, lagahöfundur, kennari, útvarpskona og móðir.

Guðrún er hin sannkallaða kraftakona sem hefur haft tónlistina sér í blóði frá ungum aldri og er og hefur lengi verið eftirsótt í jarðarfarir, brúðkaup og ýmsa viðburði þar sem einlægnin hennar skín langt fram yfir tónlistina sjálfa.


Guðrún sigraði söngvakeppni framhaldsskólana árið 1999 og hefur verið sýnileg í ýmsum söngvakeppnum og sýningum yfir ævina. Árið 2006 tók Guðrún þátt í söngvakeppni sjónvarpsins með laginu ‘’Andvaka’’ og hefur lagið verið landsþekkt síðan.


Nú á dögunum gaf Guðrún út plötuna ‘’90’s Nostalgia’’.

Platan inniheldur 22 mest iconic lög frá 90’s áratugnum sem má nefna ‘’Open Arms’’, ‘’Hero’’, ‘’Zombie’’, ‘’Power Of Love’’ og fleiri ómissandi bombur.


Guðrún kynnti plötuna með glæsilegum tónleikum í Silfurbergi í Hörpunni sem sýndir verða á stöð 2+. Guðrún ásamt mörgum okkar heldur upp á gömlu góðu lögin og lætur hún því ekki 90’s plötuna duga en stefnir Guðrún einnig á að halda 80’s tónleika þann 20 Maí í Hörpu og hægt er að næla sér í miða á Tix.is hér.


Hægt er að hlusta á lögin úr ‘’90 Nostalgia’’ plötunni hér. Instagram Facebook

0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page