top of page

Tips fyrir útgáfu lags - Undirbúningur útgáfu

Markaðssetning tónlistar er gríðarlega mikilvæg þegar þú gefur út lag.

Það getur skipt sköpum hve góðan árangur tónlistinn þín fær ef hún fær góða markaðssetningu og er sett fyrir framan réttann hlustenda hóp. Því er mikilvægt að undirbúa útgáfuna vel & gera markaðssetningar plan fyrir lagið eða plötuna þína og spyrja sjálfa/n þig hvert þitt markmið er.
Er það að fá sem flest listens?, downloads, views eða share's eða blog skrifuð um þína tónlist?
Næst er að undirbúa markaðssetningu í samræmi við þín markmið.

​Þú getur að sjálfsögðu sett þér fleiri en eitt markmið.


Flame productions býður uppá að gera útgáfu & markaðssetningar plan fyrir lagið þitt ásamt því að senda lagið þitt á okkar gagnabanka af playlistum, útvarpstöðvum, tónlistarmiðlum og hlustendahóp.
Við hjálpum þér að skrifa söguna á bakvið lagið, tökum artista myndir, útbúum lyric video og setjum saman bannera og efni til að deila á samfélagsmiðla til að stuðla að betri árángri útgáfu.


 

Skref 1 

Mikilvægt er að þú sért búin að sækja um spotify for artist's til þess að geta fylgst með öllu í kringum þínar útgáfur.

Það getur tekið 3 daga fyrir artista aðganginn að virkjast svo mikilvægt er að byrja á því áður en þú hleður lagi á streymisveitur

Allt sem þú þarft að vita: 
https://drop.show/en/create-profile-artist-spotify 

Skref 2 

  Visual er mikilvægt og getur skipt miklu máli, við mælum því með því að taka flottar artista myndir sem að endurspegla lagið eða plötuna til að nota á spotify & fyrir markaðssetningu & útáfu laga.
 

Skref 3

  Best er að hlaða laginu inn á streymisveitur 3-4 vikum fyrir ákveðin útgáfudag til þess að pitcha laginu inn á spotify editorial lagalista

Spotify er með sína playlista þar sem þeir hleypa lögum inn á sem að þeim líst vel á en fyrirvarinn þarf að vera nógu langur til þess að komast inná þessa lagalista.

Skref 4

Það er sterkur leikur að velja útgáfudag á föstudegi þar sem að lagið gæti komist inn á New music friday og fleiri lagalista.

Skref 5

3-5 dögum eftir að lagi hefur verið hlaðað inn á streymisveitur er mikilvægt að athuga hvort lagið sé komið í upcoming releases á spotify og pitcha laginu þar inni með smá texta um lagið þitt til að auka líkur á að komast inn á lagalista.

Skref 6

15-20 dögum fyrir útgáfu er góður tími til að undirbúa visuals fyrir markaðssetningu.

 

1. Banner með útgáfudag fyrir spotify, youtube og facebook.

2. Out now banner sem kemur í stað útgáfudags banner á útgáfudegi.

3. Artista mynd með hljóðbroti til að pósta á samfélagsmiðla og fyrir fólk að deila í story og á sínum miðlum.

4. Ef þú ert með tónlistarmyndband væri gott að undirbúa teaser.
5. Ef þú ert ekki með tónlistarmyndband væri gott að láta útbúa lyric video fyrir lagið á youtube.

Skref 7

 15-20 dögum fyrir útgáfu er tíminn til að huga að textum og sögunni á bakvið lagið.
Hvaða sögu viltu segja?
Afhverju ætti fólk að hlusta á lagið?
Hvað viljum við að sé sagt um lagið á miðlum?

Skref 8

 14 dögum fyrir útgáfu er góður tími til að pósta coming out banner í cover á spotify, youtube og facebook.

Skref 9

 10 dögum fyrir útgáfu er góður tími til að pósta fyrstu artista myndinni með hljóðbroti úr lagi og texta með útgáfudegi.

Skref 10

 7 dögum fyrir útgáfu er góður tími til að senda lagið þitt á útvarpsstöðvar í von um spilun eða viðtal.

Skref 11

7 dögum fyrir útgáfu lagsins er góður tími til að setjast niður og fullkomna grein/frétt í kringum þína útgáfu og hafa hana tilbúna til að senda á fréttamiðla daginn sem lagið kemur út. (Að sjálfsögðu er gott að
undirbúa greinina eins snemma og þú hefur tök á)

Skref 12

 ÚTGÁFUDAGUR:
Á útgáfu degi hefst fjörið og nú byrjar einn mikilvægast kafli útgáfunnar til að stuðla að sem mestum árángri lagssins. 

Hér er listi af því sem væri gott að fara yfir og gera fyrir lagið þitt:

1. Póstaðu mynd á instagram og láttu alla vita af nýja laginu þínu og að þau finni beinan link í bio (settu linkinn í bio)

2. Póstaðu link af laginu þínu og artista myndinni þinni á facebook & þína artista facebook síðu og segðu fólki söguna á bakvið lagið þitt og afhverju þau ættu að hlusta. 


3. Sendu lagið þitt ásamt greininni sem þú ert búin að undirbúa á tónlistarmiðla og blogg sem að henta þínu lagi (ef lagið er á ensku er um að gera að finna enska miðla sem að myndu henta þínu lagi)

4. Það eru margir íslenskir playlistar og eigendur playlista á spofity sem að myndu gjarnan elska það að fá að heyra þitt lag og vonandi bæta þinn á sinn playlista sem að skilar þínu lagi enn fleiri hlustendum.
(ef að lagið er á ensku þá er einnig sniðugt að finna erlenda playlista sem að þú getur sent lagið þitt á)

Skref 12:
Ef lagið þitt fær spilun í útvarpi eða birta grein og pláss á lagalistum er gott að deila því á samfélagsmiðlum sem póst og í story til þess að auka sýnileika lags og árangur lags sem að vekur upp forvitni þeirra sem með þér fylgjast

Það er aldrei of seint að byrja markaðssetja þig sem artista & gömul lög deyja aldrei ef þú heldur þeim á lífi með góðri markaðssetningu og við erum til taks að vinna þessi skref með þér og fyrir þig!

​Á Youtube er sniðugt að setja í lok myndbands action takka t.d. subscribe, download eða spotify link takka eða  takka í samræmi við þín markmið. (Ef þú ert ekki í youtube partnership þá er sniðugt að setja þessa linka í description undir lagið/myndbandið þitt til auðvelda hlustendum að taka þessi skref.

Þegar þú velur þér leiðir til að markaðssetja þína tónlist er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið, það er alltaf gott að vera með stór markmið og er þolinmæði og stöguður vöxtur það sem skilar þér árángri yfir þinn feril og því er mikilvægt að þú passir þig sérstaklega vel á þeim síðum sem að lofa þér 5000 spilunum og deilingum á fyrsta sólarhring þar sem þau notast líklegast við bot eða keyptar hlustanir sem að getur haft gríðarlega slæm áhrif á þinn feril, spotify og flestar streymisveitur sjá það ef þú ert með keyptar hlustanir og munu þar á móti hætta að ýta laginu þínu út og því getur það skemmt fyrir þér alla þá vinnu sem þú ert nú þegar búin að leggja í þinn feril.

bottom of page