top of page

Lífið er núna með Guggu Lísu er tilfinningaþrungið lag og myndaband til styrktar móðir Guðbjargar.

Guðbjörg Elísa eða Gugga Lísa eins og hún kemur fram gaf út lagið sitt Lífið Er Núna til heiðurs móðir Guðbjargar sem barðist við krabbamein og lést af völdum krabbameins þann 3 júlí. Móðir Guðbjargar leikur með henni í myndbandinu aðeins mánuði fyrr og berst alla leið í táknrænu formi við veikindi sín og var með sterkt hugarfar fram á síðustu stundu. I.Kor.9:26 „Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður sem engin vindhögg slær.“ Lagahöfundar eru Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, Þórhallur Emil Halldórsson, Einar Höllu, Henrik Tran Ásmundur Jóhannsson & Birgir Örn Magnússon Myndbandið er leikstýrt og framleitt af Álfrúnu Kolbrúnardóttir Flame Productions Hægt er að sjá myndbandið hér að neðan:

Hlusta á Spotify


0 comments

Comments


bottom of page