top of page

Kvikmyndatónlist kvenna í Bíó Paradís

Einstakur viðburður um kvikmyndatónlist verður haldinn í Bíó Paradís laugardaginn 14.janúar í samstarfi við Feminist Film Festival, Shesaid.so og Anima Productions. Á viðburðinum verða m.a. sýnd atriði úr kvikmyndum Kristínar Jóhannesdóttur en hún sérvaldi nokkrar senur fyrir átta tónskáld sem hafa nú frumsamið nýja tónlist við senurnar. ”Tónskáldin koma úr öllum áttum og eru með ólíkan bakgrunn svo það verður gaman að sjá afraksturinn” segir Arngerður Árnadóttir en hún stendur á bakvið verkefnið ásamt Eydísi Eir Brynju- Björnsdóttur kvikmyndagerðarkonu. Í hópnum eru tónlistarkonur eins og Una Stef, Elísabet Ey og Arngerður sjálf.

Una Stef & Elísabet Ey
Una Stef & Elísabet Ey

Einnig verða samræður og pallborðsumræður með fagfólki innan kvikmynda- og tónlistarbransans bæði hér heima og erlendis.


Umsjónarkona tónlistarinnar í Netflix þáttaröðinni The Crown meðal gesta

Tónlistarstjórinn (e. music supervisor) Sue Crawshaw sem þekktust er fyrir starf sitt í sjónvarpsþáttaröðinni The Crown er einn þáttakandi pallborðsumræðanna. Sue er einnig framkvæmdastjóri Studio and Network og stofnandi hinnar víðfrægu tónlistarstjórnendadeildar innan NBC Universal.


“Í augnablikinu eru aðeins tveir starfandi tónlistarstjórar (e.music supervisors) á Íslandi, þær Inga Magnes Weisshappel og Cheryl Kara en þær hafa verið ómetanlegur stuðningur þessa verkefnis. Við byrjuðum tvær og nú er búið að safnast í kringum okkur þvílíkar valkyrjur svo við erum bjartsýnar með framhaldið” segir Eydís.

“Markmiðið er að að skapa tengsl á milli kvikmyndatónskálda, kvikmyndagerðarfólks og umsjónarfólks kvikmyndatónlistar ” segir Arngerður “og þannig skapa vettvang fyrir kvikmyndatónskáld til að kynna verk sín og auka sýnileika þeirra.


Viðburðurinn er kallaður Lokk en það er tekið úr fornnorrænu orði sem var notað um ákveðið hljóð. “Lokkið” er framkvæmt með hárri röddu og þýðir söngur tákna og skilaboða. Þetta er hljóð sem lætur röddina heyrast langar vegalengdir. Þetta söngform er að finna víða um heim og er talið vera eitt af elstu tónlistarformunum svo það passar vel við markmið viðburðarins.

Tónlist og hljóðheimur skipta gríðarlega miklu máli í kvikmyndagerð. Einnig hefur áhugi sprottist fyrir íslenskum tónskáldum og erlend verkefni byrjuð að leita hingað. Það má áætla að sigur íslendings á Óskarnum fyrir frumsamda tónlist í kvikmynd hafi ýtt undir þann áhuga. Það er því mikilvægt fyrir konur og auðvitað önnur kyngervi sem þurfa ætíð að sanna sig aðeins meir en aðrir að fá skapandi rými til að spreyta sig og fá aukið sjálfstraust á þessum vettvangi.

Arngerður Árnadóttir, Eydís Eir Björnsdóttir & Inga Weisshappel
Lokk stjórn: Arngerður Árnadóttir, Eydís Eir Björnsdóttir & Inga Weisshappel

Þú getur skoðað viðburðin hér

Instagram síða þar se hægt er að sjá allar konurnar á bakvið verkefnið.

0 comments

Recent Posts

See All

Σχόλια


bottom of page