top of page

Freyjufest fer fram 21 janúar

Þann 21. janúar fer fram, í fyrsta sinn, hátíðin Freyjufest. Undanfari hennar er tónleikaröðin Freyjujazz sem fór fram í Listasafni Íslands árin fyrir covid 2017, 2018 og 2019. Laugardaginn 21. janúar 2023 munu 6 atriði koma fram í Kaldalóni í Hörpu.Hátíðin hefur fengið umfjöllun í nokkrum erlendum miðlum eins og Salt Peanuts í Skandinavíu, Citizen Jazz í Frakklandi, Jazz in Europe vefsíðunni og Jazzwise í Englandi þaðan sem fyrirsögnin er tekin.


Þessir "top-notch" flytjendur sem Jazzwise vísar í koma frá Íslandi, Belgíu, Sviss, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Tónlistin fellur undir jazzhattinn en stílarnir teygja sig frá Avant Garde yfir í jazz-elektróník og norræna angurværð. Flytjendurnir eru ýmiskt leiðandi á alþjóða jazzsenunni eða að kveða sér hljóðs eins og okkar ungu jazzkonur Anna Gréta (sem var að koma lagi að í Netflix seríu) og Ingibjörg Turchi en þær munu báðar leiða hljómsveitir sínar á hátíðinni.

Aðrir flytjendur eru bandaríski píanistinn Myra Melford, belgíski bassaleikarinn Annaeleen Boehme sem mun leika einleik á hátíðinni ásamt því að spila í oktett svissneska tónskáldsins Sara Chaksad. Saxofónleikarinn Angelika Niescier kemur frá Þýskalandi og mun leika með fyrrnefndum oktett en einnig tríóinu Broken Cycle ásamt Hilmari Jenssyni gítarleikara og Scott McLemore trommuleikara. Norski háfjallatrompetleikarinn Hildegunn Øiseth mun einnig leika í fyrrnefndum oktett og mætir með nokkur geitarhorn í farteskinu. Nánar um flytjendur má lesa á freyjufest.is miðasala er á harpa.is/freyjufest

0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page