top of page
Writer's pictureRitstjórn

DÍA gerir upp fortíðina í nýja laginu sínu Rauðu flöggin

Dagbjört Rúriksdóttir eða DÍA eins og hún kemur fram gaf út nýja lagið sitt á youtube þann 30 Mars. Frásögn Dagbjartar: Textinn í laginu er saminn um tíma í mínu lífi þar sem ég fann mig í óheilbrigðum aðstæðum.

Ég hunsaði mestmegnis verndandi röddina innra með mér sem var að reyna að leiða mig í rétta átt allan þennan tíma. Röddina sem ég kalla Guð en aðrir kalla æðri mátt eða innsæi til dæmis.

Meðvirkni og þráhyggja réðu för þar til ég fékk nóg og leyfði Guði loksins að ráða í staðinn. Ég komst stuttu eftir það út úr aðstæðunum eftir þó nokkrar tilraunir til að koma mér í burtu upp á eigin spýtur. Dagbjört segist vera enn að kljást við taugaveiklun, þráhyggju, depurð og ringulreið eftir þennan tíma en ég veit þó að hún valdi rétt. Lagið er samið af Dagbjörtu & gítarleikara hennar Emil Hreiðari Björnssyni. Lagið er útsett & unnið af Halldór Á. Björnssyni, Birgir Örn Magnússyni & Dagbjörtu Rúriks. Hér getur þú hlustað á lagið hennar. Textamyndband eftir Flame Productions

Hlusta á Spotify


0 comments

Comments


bottom of page