top of page

Bixxi brýtur niður veggina og sleppir takinu á óöryggi í nýja laginu sínu og myndbandi.


í dag kom út nýtt lag og tónlistarmyndband með Birgir Örn eða Bixxi eins og hann kemur framm.


Bixxi hefur verið að mótast inní sinn stíl af tónlist sem brýst út í þessu lagi.

Eftir mikla leit inná við og margar breytingar virðist allt smella saman , tilfingarnar eru hráar en sannar og orðin þýðingarmikil eins og sést á líkamstjáningu hans í myndbandi við lagið slær í nótt.

Frásögn Birgirs:

Lagið sjálft er djúpt og endurspeglar hvað hefur verið í gangi í hausnum mínum undanfarna tíma, Þeir erfiðleikar og áskoranir sem hafa mótað mig og þær lexíur sem lífið hefur kennt mér og sýnt mér hversu sterk ástin getur verið og hve stóran part hún hefur í að móta sýn mína á lífið og sjálfsmynd mína.

Bixxi heldur ekki aftur sér í þessu lagi heldur sleppir á taki á því óöryggi sem býr innra með honum og leyfir heiminum að sjá hver hann er í raun og veru. Lagið sjálft er mikið sálarlag en með miklum nútíma snúning sem er akkurat stefnan sem hann hefur farið í. Myndbandið og lagið er unnið af Flame Productions.

Instagram Bixximusic:

Grein einnig birt á Albumm:


0 comments

Comments


bottom of page